Viðskipti innlent

Hafa sam­þykkt til­lögu um upp­gjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, boðaði til fundar á Hilton í dag vegna málsins.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, boðaði til fundar á Hilton í dag vegna málsins. Vísir/Anton Brink

Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs.

Lífeyrissjóðirnir og aðrir kröfuhafar funduðu með stjórnvöldum í dag á Hilton Nordica í dag um tillögur sem mótaðar voru af bæði fjármálaráðherra og ráðgjöfum lífeyrissjóða.

Viðskiptablaðið greinir frá því að meira en 80 prósent kröfuhafa hafi samþykkt tillöguna og að þörf hafi verið á því að minnst 75 prósent kröfuhafa samþykktu hana svo hún myndi hljóta brautargengi.

Þann 10. mars síðastliðinn voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum segir meðal annars að í tengslum við uppgjörið muni ríkissjóður gefa út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars verði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs verði gerð upp.

Greint var frá því í gær að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ætlaði að ganga að kröfunum sem og Lífeyrissjóður verzlunarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×