Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Dóra Björt er formaður skipulagsráðs og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Einar Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57