„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:08 Arnar Pétursson er á leiðinni með íslenska liðið á lokakeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. „Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
„Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti