Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 23:58 Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli mælir með vorhreingerningu í samböndum eins og á heimilinu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi. Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði. Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði.
Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira