Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2025 12:01 Rúnar Guðbrandsson segir Kvikmyndaskólann kominn að þolmörkum og Guðmundur Ingi sitji uppi með þessa sjóðandi heitu kartöflu. vísir/vilhelm Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Kvikmyndaskólinn er enn að berjast fyrir lífi sínu og stóðu starfsmenn í þeirri meiningu að komið væri fram ágæt áætlun til að halda honum á floti. En þá kom babb í bátinn og vilja starfsmenn nú meina að Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra standi í vegi fyrir að skólanum verði bjargað. Rúnar Guðbrandsson, sem er fagstjóri leiklistardeildar, sem er eitt af fjórum sviðum skólans, segir málið kannski ekki alveg svo einfalt. Verður að höggva á hnútinn núna „Í stuttu máli er sagan sú að rekstrarfélagið, sem rekur eða ráku öllu heldur, skólann, varð gjaldþrota. Þetta kom mjög í bakið okkar starfsmönnum sem erum hér að streitast í víngarði drottins, við erum bara að sinna nemendum. Og nú er runnin upp algjör ögurstund, við erum úti í miðri á en erum bjargarlaus,“ segir Rúnar. Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Hann hefur í mörg horn að líta og Rúnar hefur samúð með því að hann sé nýlega tekinn við. En það verði að höggva á hnútinn núna og það sé á valdi Guðmundar.vísir/vilhelm Hann segir málið afar flókið en það verði einfaldlega að bjarga skólanum núna, nemendur eru úti um allar koppagrundir að gera lokaverkefni sín. Þetta er spurning um einn og hálfan mánuð. Síðan megi ræða hvað gera eigi við skólann. En nú sé runnin upp ögurstund. „Við höfum ekki fengið greidd laun í tvo mánuði. Við létum okkur hafa það, áður höfðu verið rekstrarörðugleikar og farið að hitna í kolum, en það var ekki fyrr en um miðjan mars að við fáum þau tíðindi að þetta sé gjaldþrota.“ Starfsmenn og nemendur komnir að þolmörkum Að sögn Rúnars er erfitt að meta hversu margir starfsmenn skólans eru, mikið er um verktaka en fastráðnir séu um fjörutíu manns. Rúnar segir ótal flækjustig og erfið. Þá vilji leiðinleg saga skólans setja strik í reikninginn og flækjast fyrir. En hann segir að þau hér og nú og það verði að bregðast við. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga.“ Rúnar hefur fulla samúð með ráðherra, hann sé nýkominn til starfa en engu að síður verði hann að láta til sín taka í málinu. Málefni skólans hafa verið eins og heit kartafla milli ráðuneyta, en nú liggi fyrir að hann sitji uppi með hana. „Það var eitthvert klúður með samninga í haust, það var fyrirliggjandi samningur við ríkið og einhvern veginn fór það í skrúfuna. Okkur höfðu verið eyrnamerktir peningar en sá samningur sem átti að dekka kostnað þessarar annar. En sá samningur fór í skrúfuna. Ráðherra getur klárað þessa önn með reisn og svo má ræða þetta. Það getur enginn annar en við klárað þessa önn, krakkarnir búnir að borga skólagjöld.“ Að sögn Rúnars eru að jafnað 120 nemendur við skólann en þeir séu óvenju fáir núna einfaldlega vegna þess að á síðasta ári tók einn ráðherra sig til og svipti nemendur við skólann rétti til námslána. „Þá varð hrun. Aldrei verið eins fáir. Þeir eru ekki nema eitthvað 60 núna. Fólk hefur ekki efni á að stunda skólann án námslána.“ Nolan á leiðinni En það breytir ekki þeirri staðreynd að um tuttugu manns eru að fará að útskrifast og eru úti um allar koppagrundir að taka sínar lokamyndir. Engin spurning sé um það, það verði að klára málið, það fari í endalausa hringi en alltaf sé einhvern veginn verið að gefa fólki von. Rúnar segir að ekki sé hægt að loka og læsa skólanum núna, þau verði að fá einn og hálfan mánuð til að klára útskrift nemendanna. Þau séu úti í miðri á núna.vísir/vilhelm „Það hafa stigið fram mjög öflugir aðilar sem hafa áhuga á að þróa þetta áfram, klára þessa önn en það gerist ekki nema hægt sé að finna peninga til að greiða launin. Það þarf bara að gefa „og“ á þetta. Svo er hægt að ræða í framhaldinu hvað verður um skólann. Þar eru allskonar hugmyndir uppi og starfsmenn til í flest en ómögulegt sé ef öll sú reynsla og þekking sem hefur safnast innan skólans fari beint út um gluggann.“ Rúnar bendir á að nú sé ofurleikstjórinn Christofer Nolan á leið til landsins og hann vanti 400 manns í það verkefni sem hann er með á döfinni. Hann vanti fólk sem kunni til verka á setti og þar komi skólinn sterkur inn. Það verði að finnast á þessu lausn og það strax. Það verði að höggva á þennan hnút núna, og svo megi velta því fyrir sér hvað verði um skólann. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir Opið bréf til Friðriks Þórs Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. 8. apríl 2025 13:00 Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. 25. mars 2025 12:12 Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. 7. júlí 2023 09:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kvikmyndaskólinn er enn að berjast fyrir lífi sínu og stóðu starfsmenn í þeirri meiningu að komið væri fram ágæt áætlun til að halda honum á floti. En þá kom babb í bátinn og vilja starfsmenn nú meina að Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra standi í vegi fyrir að skólanum verði bjargað. Rúnar Guðbrandsson, sem er fagstjóri leiklistardeildar, sem er eitt af fjórum sviðum skólans, segir málið kannski ekki alveg svo einfalt. Verður að höggva á hnútinn núna „Í stuttu máli er sagan sú að rekstrarfélagið, sem rekur eða ráku öllu heldur, skólann, varð gjaldþrota. Þetta kom mjög í bakið okkar starfsmönnum sem erum hér að streitast í víngarði drottins, við erum bara að sinna nemendum. Og nú er runnin upp algjör ögurstund, við erum úti í miðri á en erum bjargarlaus,“ segir Rúnar. Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Hann hefur í mörg horn að líta og Rúnar hefur samúð með því að hann sé nýlega tekinn við. En það verði að höggva á hnútinn núna og það sé á valdi Guðmundar.vísir/vilhelm Hann segir málið afar flókið en það verði einfaldlega að bjarga skólanum núna, nemendur eru úti um allar koppagrundir að gera lokaverkefni sín. Þetta er spurning um einn og hálfan mánuð. Síðan megi ræða hvað gera eigi við skólann. En nú sé runnin upp ögurstund. „Við höfum ekki fengið greidd laun í tvo mánuði. Við létum okkur hafa það, áður höfðu verið rekstrarörðugleikar og farið að hitna í kolum, en það var ekki fyrr en um miðjan mars að við fáum þau tíðindi að þetta sé gjaldþrota.“ Starfsmenn og nemendur komnir að þolmörkum Að sögn Rúnars er erfitt að meta hversu margir starfsmenn skólans eru, mikið er um verktaka en fastráðnir séu um fjörutíu manns. Rúnar segir ótal flækjustig og erfið. Þá vilji leiðinleg saga skólans setja strik í reikninginn og flækjast fyrir. En hann segir að þau hér og nú og það verði að bregðast við. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga.“ Rúnar hefur fulla samúð með ráðherra, hann sé nýkominn til starfa en engu að síður verði hann að láta til sín taka í málinu. Málefni skólans hafa verið eins og heit kartafla milli ráðuneyta, en nú liggi fyrir að hann sitji uppi með hana. „Það var eitthvert klúður með samninga í haust, það var fyrirliggjandi samningur við ríkið og einhvern veginn fór það í skrúfuna. Okkur höfðu verið eyrnamerktir peningar en sá samningur sem átti að dekka kostnað þessarar annar. En sá samningur fór í skrúfuna. Ráðherra getur klárað þessa önn með reisn og svo má ræða þetta. Það getur enginn annar en við klárað þessa önn, krakkarnir búnir að borga skólagjöld.“ Að sögn Rúnars eru að jafnað 120 nemendur við skólann en þeir séu óvenju fáir núna einfaldlega vegna þess að á síðasta ári tók einn ráðherra sig til og svipti nemendur við skólann rétti til námslána. „Þá varð hrun. Aldrei verið eins fáir. Þeir eru ekki nema eitthvað 60 núna. Fólk hefur ekki efni á að stunda skólann án námslána.“ Nolan á leiðinni En það breytir ekki þeirri staðreynd að um tuttugu manns eru að fará að útskrifast og eru úti um allar koppagrundir að taka sínar lokamyndir. Engin spurning sé um það, það verði að klára málið, það fari í endalausa hringi en alltaf sé einhvern veginn verið að gefa fólki von. Rúnar segir að ekki sé hægt að loka og læsa skólanum núna, þau verði að fá einn og hálfan mánuð til að klára útskrift nemendanna. Þau séu úti í miðri á núna.vísir/vilhelm „Það hafa stigið fram mjög öflugir aðilar sem hafa áhuga á að þróa þetta áfram, klára þessa önn en það gerist ekki nema hægt sé að finna peninga til að greiða launin. Það þarf bara að gefa „og“ á þetta. Svo er hægt að ræða í framhaldinu hvað verður um skólann. Þar eru allskonar hugmyndir uppi og starfsmenn til í flest en ómögulegt sé ef öll sú reynsla og þekking sem hefur safnast innan skólans fari beint út um gluggann.“ Rúnar bendir á að nú sé ofurleikstjórinn Christofer Nolan á leið til landsins og hann vanti 400 manns í það verkefni sem hann er með á döfinni. Hann vanti fólk sem kunni til verka á setti og þar komi skólinn sterkur inn. Það verði að finnast á þessu lausn og það strax. Það verði að höggva á þennan hnút núna, og svo megi velta því fyrir sér hvað verði um skólann.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir Opið bréf til Friðriks Þórs Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. 8. apríl 2025 13:00 Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. 25. mars 2025 12:12 Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. 7. júlí 2023 09:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Opið bréf til Friðriks Þórs Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. 8. apríl 2025 13:00
Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. 25. mars 2025 12:12
Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. 7. júlí 2023 09:53