Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2025 08:50 Gert er ráð allt að 100 sætum í flugvélinni og 1.850 kílómetra flugdrægi. Það þýddi að hún gæti þjónað flugleiðinni milli Reykjavíkur og Oslóar. Airbus/teikning Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Þar var sýnd breytt hönnun vetnisflugvélar sem Airbus hafði áður kynnt í verkefni sem kallast ZEROe. Núna er gert ráð fyrir fjórum rafmagnshreyflum á flugvélinni í stað sex hreyfla áður. Þá hefur tímaramma verkefnisins verið seinkað. Áður var stefnt á að flugvélin yrði komin í almennt farþegaflug árið 2035. Núna er talað um að flugvélin fari í notkun eftir miðjan næsta áratug. Fljótandi vetni yrði dælt á tvo vetnisgeyma. Fjórir efnaraflar um borð, einn fyrir hvern hreyfil, myndu framleiða rafmagn til að knýja hreyflana.Airbus/teikning Tæknin gengur út á það að flugvélin verði knúin fjórum tveggja megavatta rafmagnshreyflum. Hver hreyfill sé tengdur efnarafli sem breyti vetni og súrefni í raforku. Tveir vetnisgeymar með fljótandi vetni verði um borð. Eini útblásturinn yrði mengunarlaus vatnsgufa. Þetta er samskonar tækni og bandaríska sprotafyrirtæki Universal Hydrogen nýtti fyrir tveimur árum til að fljúga Dash 8-300 flugvél í tilraunaskyni. Hugmyndin er að umbreyta olíuknúnum flugvélum, sem þegar eru notkun, í vetnisknúnar rafmagnsflugvélar. Það félag fór hins vegar í þrot síðastliðið sumar þegar því tókst ekki að afla nægilegs fjármagns til frekara þróunarstarfs. Icelandair hafði skoðað slíka lausn til orkuskipta í innanlandsfluginu á Íslandi. Airbus miðar við að ZEROe-flugvélin geti þjónað allt að 1.000 sjómílna löngum flugleiðum, eða í 1.850 kílómetra fjarlægð. Það þýðir að hún gæti sinnt áætlunarflugi milli Reykjavíkur og þeirra borga í Skandinavíu og á Bretlandseyjum sem næstar eru Íslandi, eins og Bergen, Osló, Glasgow, Manchester og Dublin. Miðað við þessa forsendu vantar lítið upp á að hún kæmist einnig til Kaupmannahafnar og London. Flugvélin gæti flogið milli Íslands og þeirra borga Skandinavíu og Bretlandseyja sem næstar eru Íslandi.Airbus/teikning Borgarbúar gætu kannski farið að láta sig dreyma um það að komast á ný í beinu flugi frá Reykjavíkurflugvelli til næstu nágrannalanda, eins og tíðkaðist fram yfir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Að þessu sinni þó með hljóðlátum og mengunarfríum flugvélum á innlendu sjálfbæru eldsneyti, á vetni sem framleitt væri með íslenskri raforku. Önnur lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið er þessi þrjátíu sæta sænska rafmagnsflugvél: Airbus Fréttir af flugi Orkuskipti Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Orkumál Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Þar var sýnd breytt hönnun vetnisflugvélar sem Airbus hafði áður kynnt í verkefni sem kallast ZEROe. Núna er gert ráð fyrir fjórum rafmagnshreyflum á flugvélinni í stað sex hreyfla áður. Þá hefur tímaramma verkefnisins verið seinkað. Áður var stefnt á að flugvélin yrði komin í almennt farþegaflug árið 2035. Núna er talað um að flugvélin fari í notkun eftir miðjan næsta áratug. Fljótandi vetni yrði dælt á tvo vetnisgeyma. Fjórir efnaraflar um borð, einn fyrir hvern hreyfil, myndu framleiða rafmagn til að knýja hreyflana.Airbus/teikning Tæknin gengur út á það að flugvélin verði knúin fjórum tveggja megavatta rafmagnshreyflum. Hver hreyfill sé tengdur efnarafli sem breyti vetni og súrefni í raforku. Tveir vetnisgeymar með fljótandi vetni verði um borð. Eini útblásturinn yrði mengunarlaus vatnsgufa. Þetta er samskonar tækni og bandaríska sprotafyrirtæki Universal Hydrogen nýtti fyrir tveimur árum til að fljúga Dash 8-300 flugvél í tilraunaskyni. Hugmyndin er að umbreyta olíuknúnum flugvélum, sem þegar eru notkun, í vetnisknúnar rafmagnsflugvélar. Það félag fór hins vegar í þrot síðastliðið sumar þegar því tókst ekki að afla nægilegs fjármagns til frekara þróunarstarfs. Icelandair hafði skoðað slíka lausn til orkuskipta í innanlandsfluginu á Íslandi. Airbus miðar við að ZEROe-flugvélin geti þjónað allt að 1.000 sjómílna löngum flugleiðum, eða í 1.850 kílómetra fjarlægð. Það þýðir að hún gæti sinnt áætlunarflugi milli Reykjavíkur og þeirra borga í Skandinavíu og á Bretlandseyjum sem næstar eru Íslandi, eins og Bergen, Osló, Glasgow, Manchester og Dublin. Miðað við þessa forsendu vantar lítið upp á að hún kæmist einnig til Kaupmannahafnar og London. Flugvélin gæti flogið milli Íslands og þeirra borga Skandinavíu og Bretlandseyja sem næstar eru Íslandi.Airbus/teikning Borgarbúar gætu kannski farið að láta sig dreyma um það að komast á ný í beinu flugi frá Reykjavíkurflugvelli til næstu nágrannalanda, eins og tíðkaðist fram yfir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Að þessu sinni þó með hljóðlátum og mengunarfríum flugvélum á innlendu sjálfbæru eldsneyti, á vetni sem framleitt væri með íslenskri raforku. Önnur lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið er þessi þrjátíu sæta sænska rafmagnsflugvél:
Airbus Fréttir af flugi Orkuskipti Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Orkumál Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33