Mikið högg fyrir nærsamfélagið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Arnar/Anton Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs. Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs.
Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira