Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 14:53 Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco. Aðsend Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“ Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09