Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 12:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira