Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 16:51 Lo Kinhei er formaður Lýðræðisflokksins. AP/Chan Long Hei Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld. Hong Kong Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld.
Hong Kong Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira