Van der Poel varð fyrir því að áhorfandi kastaði í hann flösku þegar hann var á fullri ferð á hjólinu.
„Þetta var manndrápstilraun,“ sagði Mathieu van der Poel öskureiður eftir keppnina.
Van der Poel er vissulega stórstjarna í hjólreiðunum en hann er ekki vinsæll hjá öllum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eitthvað kemur upp á milli hans og áhorfenda.
Mathieu van der Poel speaks out after a spectator threw a bottle at his face during Paris-Roubaix 💥 pic.twitter.com/bY9R1I7Z6X
— Cycling on TNT Sports (@cyclingontnt) April 14, 2025
„Þetta var eins og að fá stein í sig. Flaskan var næstum því full og var um hálft kíló að þyngd. Það að einhver skulu henda svona hlut í mann. Það er ekki hægt að líta fram hjá svona, sagði hinni þrítugi Van der Poel.
Van der Poel var að vinna Paris-Roubaix hjólakeppnina þriðja árið í röð.
Hann fékk flöskuna í sig þegar það voru 37 kílómetrar eftir. Það gerðist á steinlögðum vegi með fólk allt í hring, fólki sem hafði beðið í marga klukkutíma eftir hjólreiðaköppunum.
„Það þarf að gera eitthvað. Fólk er bæði að hrækja á okkur og henda í okkur hluti. Þetta er orðið of mikið og ég heimta að það verði tekið á þessu. Ég vona að þeir finni einstaklinginn sem gerði þetta og hann fái refsingu,“ sagði Van der Poel
Van der Poel lenti í því fyrir stuttu að það var baulað á hann alla keppnina. Hann hefur líka lent í því að fá í sig hlandpoka í fjallahjólreiðakeppni. Það er óhætt að segja að hann sé ekki vinsæll með áhugafólki um hjólreiðar.
Spectator throws water bottle in Mathieu van der Poel's face at Paris-Roubaix. #ParisRoubaix pic.twitter.com/dnpmg3D3Dt
— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) April 13, 2025