Páskaleg og fersk marengsbomba Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 10:01 Linda Ben deildi uppskrift að dísætri og ferskri marengsköku sem er tilvalin sem eftirréttur um páskana. Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. „Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira