Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“ Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“
Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00