„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 21:33 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira
Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira