Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:03 Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL, leikur símtalð sem hann fékk um að karlaliðið í KR fengi helminginn af peningnum sem átti að fara í kvennaliðið. S2 Sport FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR
Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira