„Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 18:54 Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV Mynd: ÍBV ÍBV gerðu sér lítið fyrir og slógu Víking Reykjavík úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag með sannfærandi 3-0 sigri þegar liðin mættust á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. „Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum. Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
„Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum.
Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira