„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 15:21 Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, vonar að lukkan snúist fjölskyldunni í hag eftir stormasama viku. Samsett/aðsend Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“ Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Bragi Þór Thoroddsen segir að átján ára sonur hans hafi verið kyrrstæður á gatnamótum á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær þegar moksturstæki með fullan farm af snjó lenti aftan á bílnum. Tveir farþegar voru um borð og ringdi yfir þá glerbrotum og snjó. „Hann var að moka snjó úr Hafnarstrætinu á Ísafirði held ég eftir skíðagöngukeppnina,“ segir Bragi um ökumanninn. Eftir óhappið hafi hann svo haldið snjómokstursverkinu áfram. Hinn sonur hans var að keyra á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þann 10. apríl þegar hann lenti í grjóthruni úr Súðavíkurhlíð. Hann er heill á húfi en bíllinn er talinn ónýtur. Svona var umhorfs á vettvangi á Ísafirði í gær.Aðsend Miklar skemmdir á yfirbyggingu bílsins Bragi segir að sonur hans og farþegarnir tveir hafi ekki borið mikinn skaða af eftir óhappið á Ísafirði en vissulega fundið fyrir einhverjum stífleika í hálsinum. Þeir hafi skiljanlega verið í smá áfalli eftir atvikið. „Þeir voru svolítið sjokkeraðir. Ég hugsa að það hafi verið einna óþægilegast að vera í aftursætinu þegar þetta gerist.“ Bragi keyrði í gærkvöldi frá Súðavík þar sem hann er búsettur til Ísafjarðar til að sækja bílinn og fór með hann heim í geymslu. Hann fer líklegast í brotajárn. „Hann er þannig skemmdur, yfirbyggingin á honum er öll gengin til.“ Bragi á von á því að fá tapið bætt úr ábyrgðartryggingu verktakans. Ford Focus bifreiðin er öll beygluð eftir að snjóruðningstækið skellti aftan á henni. aðsend Ræni hann súrefni og orku Bragi segir óþægilegt að hefja páskafríið með þessum hætti. „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum. Óþægindin og allt í kringum þetta. Það er orðið pínu þreytt að ungarnir manns hafi lent í umferðaróhappi eða slysi.“ Óhætt sé að segja að þetta taki frá honum smá súrefni og orku. Bragi á tvo syni sem eru í Menntaskólanum á Ísafirði og keyra þeim á milli Súðavíkur og Ísafjarðar mörgum sinnum í viku. Báðir hafa nú lent í umferðaróhappi á skömmum tíma. Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir samgönguúrbætum á Vestfjörðum og flutti Bragi nýlega sína fyrstu ræðu á Alþingi þegar hann settist inn á þing fyrir Flokk fólksins í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Jómfrúrræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í áðurnefndu atviki. Í viðtali við Vísi fyrir rúmri viku þakkaði Bragi Guði fyrir að sonur hans hafi verið á Benz-jepplingnum en ekki á Ford Fiesta-smábíl sem hann keyrir alla jafnan. Jepplingur fjölskyldunnar skemmdist mikið í grjóthruni fyrir viku síðan. aðsend Bragi bindur nú vonir við að lukkan fari að snúast hjá fjölskyldunni eftir þessa stormasömu viku. Einn heil bifreið er eftir á heimilinu. „Ég ætla að vona að við séum búin með skammtinn þessa dagana. Eru ekki páskar tími viðsnúnings í flestu?“
Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54