Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborginni, Hlíðum, Laugardal og Háaleiti.
Í sama umdæmi var ökumaður stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum. Á honum fundust fíkniefni og hnífur. Lögreglu gurnar að hann hafi verið að selja fíkniefni, en áhöld sem bent util slíks fundust í bílnum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Annar maður var vistaður í klefa vegna gruns um líkamsárás, en sá er sagður hafa verið til vandræða í miðborginni að ögra og ógna fólki í kjölfar árásarinnar.
Lögreglan setti upp svokallaðan ölvunarpóst í Hafnarfirði, til að mæla vínanda ökumanna á ferð. Í dagbókinni segir að einn ökumaður hafi gert tilraun til að snúa bíl sínum við og aka burt frá lögreglumönnum. Lögreglan náði þó manninum og reyndist hann ölvaður og vímaður.
Í Kópavogi var tilkynnt um tvo grímuklædda drengi var að sparka í útidyrahurðar hjá fólki og hlaupa síðan í burtu. Engar skemmdir urðu vegna þess, en fram kemur ítrekaðar truflanir hafi orðið vegna þessa undanfarið.