Á páskadag verður lægðin komin austur af landinu og austanstrekkingur við suðurströndina. Annars hægari vindar. Skýað með köflum víða um land en léttskýjað vestanlands.
Á mánudag verður áfram svipað veður en stöku él fyrir austan og við norðurströndina. Fremur milt veður að deginum en víða næturfrost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustan 8-13 m/s suðaustantil, annars hægari vindur. Skýjað með köflum austanlands og á Vestfjörðum og líkur á dálitlum éljum, en bjart að mestu í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Vesturlandi, en allvíða næturfrost.
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og skýjað með köflum, en léttskýjað á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 1 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Vesturlandi.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Suðaustan- og austanátt og bjart að mestu, en dálítil væta suðaustantil. Hiti 3 til 12 stig að deginum, mildast suðvestanlands.