Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:30 Raphinha fagnar eftir sigurmarkið í gær sem hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir mikið havarí. Getty/Pablo Rodriguez Dramatíkin var mikil þegar Barcelona vann 4-3 sigur gegn Celta Vigo í gær og í mesta hamaganginum grýtti einn af aðstoðarmönnum Hansi Flick spjaldtölvu í jörðina í bræði sinni. Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira