Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 17:10 Daníel Leó tryggði mikilvægan sigur í dag. Sönderjyske Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken. Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira