Innlent

Gripu inn­brots­þjófa glóð­volga

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það var annasamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það var annasamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Aðstoðar lögreglu var óskað vegna innbrots en þjófarnir voru enn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og voru tveir handteknir. Þeir eru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta er meðal þeirra verkefna sem fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sinntu í nótt en fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að þetta hafi verið erilsöm páskanótt. Fangageymslur eru fullar og alls eru 67 mál bókuð í kerfum lögreglunnar fram undir klukkan fimm í morgun.

Lögreglumenn á lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni, vesturbæ og Seltjarnarnesi sinntu innan um umferðarlagabrotum víðáttuölvuðum einstaklingi sem reyndist vera í ólögmætri dvöl á landinu og var vistaður í fangaklefa.

Ökumaður var stöðvaður við akstur við hefðbundið umferðareftirlit í umdæmi lögreglustöðvar tvö sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum, skjalafals og að nota ekki öryggisbelti. Hann reyndist einnig eftirlýstur og var vistaður í fangaklefa.

Aðstoðar fulltrúa lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti vegna yfirstandandi slagsmála í heimahúsi og að búið væri að beita úðavopni á brotaþola. Fjórir aðilar handteknir vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×