Körfubolti

„Stemmningin í húsinu hjálpar“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Gat ekki verið annað en sáttur.
Gat ekki verið annað en sáttur. Vísir/Jón Gautur

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur að leikslokum eftir að hans menn fóru illa með Álftanes í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.

„Gott að vinna fyrsta leikinn. Það er alltaf pressa á heimaliðinu að taka fyrsta leikinn. Það er hellingur eftir, þetta er rétt að byrja.“

„Við spiluðum vel í kvöld og vorum að svínhitta. Arnar Sigtryggur var á eldi. Stemmningin í húsinu hjálpar. Það kveikir í mönnum og okkur leið bara vel.“

Tindastóll fékk 11 daga frí og var Benedikt ánægður með hversu vel tengdir hans menn voru í kvöld. Það er oft talað um að of löng frí séu nefnilega ekki góð á þessum tímapunkti tímabilsins.

„Við vorum ferskir í kvöld, það vantaði ekki. Vonandi hefur þetta frí haft góð áhrif. Lykilatriðið er að mæta klár í næsta leik.“

„Það skiptir engu máli hvort við unnum þennan leik með tuttugu og eitthvað stigum ef þeir vinna svo næsta með tveimur og allt orðið jafnt. Nú þurfum við bara að hugsa um næsta leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×