Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 11:33 Flestir fótboltaáhugamenn þekkja vel San Siro leikvanginn enda einn sá sögufrægasti í heimi. Getty/Alex Gottschalk Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta. Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta.
Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira