„Ég er mannleg“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:45 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum. Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02