Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 08:31 Almuth Schult vann Meistaradeildina með liði Wolfsburg. Getty/Boris Streubel Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn. Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira