„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:30 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir skellinn á móti Arsenal. Getty/Florencia Tan Jun Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira