Fótbolti

Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Jovic skoraði tvívegis gegn Inter.
Luka Jovic skoraði tvívegis gegn Inter. getty/Image Photo Agency

AC Milan tryggði sér sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar með 0-3 sigri á grönnum sínum í Inter í kvöld.

Fyrri leikurinn fór 1-1 og því var allt opið fyrir leikinn í kvöld. Tímabilið hefur verið erfitt hjá Milan en þeir rauðu og svörtu sýndu sínar bestu hliðar í kvöld og unnu öruggan sigur.

Luka Jovic skoraði tvö mörk fyrir Milan og Tijani Reijnders eitt. Þetta er í fyrsta sinn sem Milan kemst í bikarúrslit síðan 2018.

Milan og Inter hafa mæst fimm sinnum á tímabilinu og Inter hefur ekki unnið einn þeirra.

Tapið þýðir að Inter á ekki lengur möguleika á að vinna þrefalt í vetur. Liðið er þó enn titilbaráttu í ítölsku úrvalsdeildinni og komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Í bikarúrslitaleiknum mætir Milan annað hvort Bologna eða Empoli. Liðin mætast öðru sinni á morgun en Bologna vann fyrri leikinn, 0-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×