Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 12:46 Jamie Vardy hefur svo sannarlega ýmislegt til að gleðjast yfir þegar hann lítur til baka yfir tímann hjá Leicester. Getty/Leicester City FC Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira