Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 12:46 Jamie Vardy hefur svo sannarlega ýmislegt til að gleðjast yfir þegar hann lítur til baka yfir tímann hjá Leicester. Getty/Leicester City FC Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“ Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira