Fótbolti

Kol­beinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn var ekki sáttur með samlanda sinn í dag.
Kolbeinn var ekki sáttur með samlanda sinn í dag. IFK Gautaborg

Kolbeinn Þórðarson og liðsfélagar í Gautaborg unnu frábæran 3-2 endurkomusigur á Norrköping í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Kolbeinn vildi þó að Arnór Ingvi Traustason hefði fengið rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í sinn garð í fyrri hálfleik.

Alls voru þrír Íslendingar sem byrjuðu leikinn. Arnór Ingvi og Ísak Andri Sigurgeirsson hófu leik hjá heimaliðinu á meðan Kolbeinn var á miðjunni hjá Gautaborg. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir að Ísak Andri hafði lagt upp fyrra mark Norrköping á 41. mínútu. Síðara mark liðsins kom svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Arnór Ingvi var hins vegar heppinn að vera enn inn á vellinum þarna eftir skelfilega tæklingu á Kolbein sem var allt annað en sáttur. Hann var gripinn í viðtal í hálfleik þar sem hann sagði einfaldlega að tæklingin verðskuldaði rautt spjald.

Sá hlær best sem síðast hlær þar sem Gautaborg skoraði þrjú í síðari hálfleik og vann frábæran 3-2 sigur.

Gautaborg er því eftir fimm umferðir í 6. sæti með níu stig. Norrköping er í 11. sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×