Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2025 16:08 Magnús Þór Jónsson formaður KÍ fagnar framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram. Hann segir að ef til standi að allar greinar taki mið af jafnrétti verði það að vera hluti námsefnis í kennaranámi. vísir/vilhelm Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Þetta má sjá í umsögn KÍ sem Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum skrifa undir. Hér geisi faraldur kynbundis ofbeldis „KÍ leggur sem fyrr áherslu á að í skólakerfinu leynist sóknarfæri því þar má vekja jafnréttisnæmi flestra þegna samfélagsins. KÍ leggur jafnframt áherslu á að mennta þurfi kennara til jafnréttiskennslu og bjóða þeim viðeigandi starfsþróun því mikilvægt er að allir kennarar hafi fyrrgreint jafnréttisnæmi svo virkja megi grunnþáttinn jafnrétti í öllu skólastarfi á öllum skólastigum,“ segir meðal annars í umsögn KÍ. Þá er vakin athygli á því að 2025 sér sérstakt Kvennaár og yfir 50 samtök launafólks; kvenna, hinsegin fólks og fatlaðs hafi tekið höndum saman og lagt fram kröfur til stjórnvalda um hvernig stuðla megi að auknu jafnrétti. „Þrátt fyrir að Ísland hafi náð töluverðum árangri í jafnréttismálum á síðustu áratugum er enn langt í land þar til fullu jafnrétti er náð.“ „Hér geisar faraldur kynbundins ofbeldis og hefur KÍ orðið áþreifanlega vart við áhrif þessa faraldurs meðal síns félagsfólks,“ segir meðal annars í umsögninni. Vilja fá jafnréttisfulltrúa í alla skóla KÍ fagnar því að horft sér sérstaklega til framhaldsskóla í þessu sambandi en bendir á að ef flétta á kynja- og jafnréttisfræði inn í alla kennslu og starfsemi skóla verður efnið að vera hluti kennaranáms, starfsþróunar og alls þess náms sem starfsfólki í framhaldsskólum stendur til boða. Er lagt til að mikilvægt sé að í hverjum framhaldsskóla sé skilgreint stöðuhlutfall sérstaks jafnréttisfulltrúa. „Verkefni jafnréttisfulltrúa ættu að hverfast um það starf sem unnið er í skólanum og félagslíf nemenda. Jafnréttisfulltrúi ætti að vera formaður jafnréttisnefndar sem fengi þá það hlutverk að auka þekkingu starfsfólks og nemenda í málum er varða einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi innan hvers framhaldsskóla.“ Hallar verulega á karlmenn í áætluninni Athygli vekur að af 19 erindum sendum Alþingi vegna tillögunnar eru karlar einungis nefndir i 3 erindum. Og einungis í erindi Ingimundar Stefánssonar er bent á kynjamismunun sem birtist í áætluninni. Meðal þeirra athugasemda sem Ingimundur gerir, en honum þykir halla allverulega á karlmenn í bæði áætluninni sem og þeim umsögnum sem kallað hefur verið eftir, er að „ekki sé stefnt að aðgerðum til að fjölga körlum í störfum hjá ríki og ráðuneytum, eða í sveitarstjórnum þar sem þeir hafa verið mun færri, en á sama tíma stefnt að aðgerðum til að fjölga konum í efstu lögum fyrirtækja.“ Ingimundur segir að um mismunun sé að ræða, til að mynda liggi fyrir að karlmenn þurfi oft að sæta heimilsofbeldi, það sýni erlendar rannsóknir. En Ingimundur virðist einn um að benda á þetta, ef marka má umsagnirnar, og sker hann sig því nokkuð úr þeim fögnuði sem annars ríkir með tillöguna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þetta má sjá í umsögn KÍ sem Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum skrifa undir. Hér geisi faraldur kynbundis ofbeldis „KÍ leggur sem fyrr áherslu á að í skólakerfinu leynist sóknarfæri því þar má vekja jafnréttisnæmi flestra þegna samfélagsins. KÍ leggur jafnframt áherslu á að mennta þurfi kennara til jafnréttiskennslu og bjóða þeim viðeigandi starfsþróun því mikilvægt er að allir kennarar hafi fyrrgreint jafnréttisnæmi svo virkja megi grunnþáttinn jafnrétti í öllu skólastarfi á öllum skólastigum,“ segir meðal annars í umsögn KÍ. Þá er vakin athygli á því að 2025 sér sérstakt Kvennaár og yfir 50 samtök launafólks; kvenna, hinsegin fólks og fatlaðs hafi tekið höndum saman og lagt fram kröfur til stjórnvalda um hvernig stuðla megi að auknu jafnrétti. „Þrátt fyrir að Ísland hafi náð töluverðum árangri í jafnréttismálum á síðustu áratugum er enn langt í land þar til fullu jafnrétti er náð.“ „Hér geisar faraldur kynbundins ofbeldis og hefur KÍ orðið áþreifanlega vart við áhrif þessa faraldurs meðal síns félagsfólks,“ segir meðal annars í umsögninni. Vilja fá jafnréttisfulltrúa í alla skóla KÍ fagnar því að horft sér sérstaklega til framhaldsskóla í þessu sambandi en bendir á að ef flétta á kynja- og jafnréttisfræði inn í alla kennslu og starfsemi skóla verður efnið að vera hluti kennaranáms, starfsþróunar og alls þess náms sem starfsfólki í framhaldsskólum stendur til boða. Er lagt til að mikilvægt sé að í hverjum framhaldsskóla sé skilgreint stöðuhlutfall sérstaks jafnréttisfulltrúa. „Verkefni jafnréttisfulltrúa ættu að hverfast um það starf sem unnið er í skólanum og félagslíf nemenda. Jafnréttisfulltrúi ætti að vera formaður jafnréttisnefndar sem fengi þá það hlutverk að auka þekkingu starfsfólks og nemenda í málum er varða einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi innan hvers framhaldsskóla.“ Hallar verulega á karlmenn í áætluninni Athygli vekur að af 19 erindum sendum Alþingi vegna tillögunnar eru karlar einungis nefndir i 3 erindum. Og einungis í erindi Ingimundar Stefánssonar er bent á kynjamismunun sem birtist í áætluninni. Meðal þeirra athugasemda sem Ingimundur gerir, en honum þykir halla allverulega á karlmenn í bæði áætluninni sem og þeim umsögnum sem kallað hefur verið eftir, er að „ekki sé stefnt að aðgerðum til að fjölga körlum í störfum hjá ríki og ráðuneytum, eða í sveitarstjórnum þar sem þeir hafa verið mun færri, en á sama tíma stefnt að aðgerðum til að fjölga konum í efstu lögum fyrirtækja.“ Ingimundur segir að um mismunun sé að ræða, til að mynda liggi fyrir að karlmenn þurfi oft að sæta heimilsofbeldi, það sýni erlendar rannsóknir. En Ingimundur virðist einn um að benda á þetta, ef marka má umsagnirnar, og sker hann sig því nokkuð úr þeim fögnuði sem annars ríkir með tillöguna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira