Nicolas Gonzalez kom heimamönnum í Juventus yfir strax á 11. mínútu áður en Randal Kolo Muani tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu.
Kenan Yildiz lét hins vegar reka sig af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks með beint rautt spjald og Juventus þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks.
Þrátt fyrir liðsmuninn náðu heimamenn að halda forystunni og unnu að lokum sterkan 2-0 sigur.
Með sigrinum stökk Juventus upp í fjórða sæti ítölsku deildarinnar með 62 stig eftir 34 leiki, en Monza situr hins vegar sem fastast á botninum með aðeins 15 stig.