Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 08:30 Arne Slot var glaðbeittur þegar hann talaði til stuðningsmanna í gær og fékk þá til að syngja til heiðurs Jürgen Klopp. Getty/Liverpool FC Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira