Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 19:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til máls á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“ Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“
Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira