París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum.
Ousmane Dembélé kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu með góðu skoti frá vítateigshorninu eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia. Eftir markið lögðust gestirnir frá París og tókst að halda Skyttunum frá marki sínu. Það fóru hins vegar þrjú gul spjöld á loft, Leandro Trossard, Bukayo Saka og Achraf Hakimi nældu allir í eitt slíkt áður en fyrri hálfleik lauk.
Paris lead in North London 🔴🔵 #UCL pic.twitter.com/GijDCo8PZg
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 29, 2025
Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk hinn tvítugi João Neves fjórða gula spjald leiksins fyrir brot út við hliðarlínu. Upp úr aukaspyrnunni kom Mikel Merino knettinum í netið eftir langa bið var markið dæmt af vegna rangstöðu.
Markið gaf heimamönnum þó byr undir báða vængi og Trossard komst í fínt skotfæri á 55. mínútu. Fast skot hans var hins vegar varið af Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Varamaðurinn Bradley Barcola fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu PSG þegar sjö mínútur voru til leiksloka en skot hans fór rétt framhjá.
That Donnarumma save! 😲👏#UCL pic.twitter.com/KOd8E3W6xo
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 29, 2025
Nánast mínútu síðar var Gonçalo Ramos allt í einu sloppinn í gegnum vörn heimamanna en færið var þó þröngt. Hann ákvað að reka stóru tá sína í boltann sem flaug í kjölfarið í slánna og þaðan yfir markið. PSG gæti séð eftir þessum færum