Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Ágúst Bjarni Garðarsson er ekki sáttur með stöðu mála hjá HSÍ. fh Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira