Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 17:13 Margir kannast við að hafa fengið inneignakort í viðskiptabanka í jólagjöf frá vinnuveitanda sínum. Slíkar gjafir gætu heyrt sögunni til. Getty/Vitalin Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu. Skattar og tollar Jól Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu.
Skattar og tollar Jól Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent