Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 23:16 Nafnarnir hjá Hopp Leigubílum og Frama eru misvissir um gagnsemi stöðvaskyldu vegna öryggi farþega leigubíla. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02
Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59