Málið áfall fyrir lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 06:41 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að um leið og embættið hafi fengið veður af nýjum öngum málsins nú hafi það verið tilkynnt itl embættis ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira