Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun