Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar 30. apríl 2025 11:32 Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun