Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 11:02 Glódís Perla fagnar marki sínu gegn Freiburg á dögunum sem innsiglaði þýska deildarmeistaratitilinn fyrir Bayern Munchen, titillinn er sá þriðji í röðinni hjá liðinu. Vísir/Getty Eftir erfiða tíma getur Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern Munchen, náð sögulegum árangri með liði sínu í dag takist þeim að tryggja sér tvennuna í Þýskalandi með sigri í bikarúrslitum. Glódís Perla innsiglaði þýska meistaratitilinn með þriðja marki Bayern í sigri á Freiburg á dögunum, þeim þriðja í röð en ekki gefst tími til að fagna Bayern er sigri í bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag frá því að tryggja sér tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Bikarúrslitaleikur Bayern Munchen og Werder Bremen verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni og hefst klukkan tvö í dag. „Auðvitað er það alltaf frábær tilfinning sem fylgir því að ná markmiðunum sínum. Þessi titill er kannski smá sérstakur því þetta er þriðji meistaratitillinn okkar í röð. Þetta var bara gríðarlega skemmtilegt og gaman að ná að klára deildina svona snemma,“ að hafa skorað markið sem innsiglaði titilinn skipti hana ekki höfuðmáli. „Ég var aðallega bara gríðarlega ánægð með að ná að hafa verið klár í þennan leik. Ég fékk einhverjar mínútur og að geta verið inn á vellinum þegar að flautað var til leiksloka og að við vorum meistarar var það sem að skipti mig mestu máli. En auðvitað var gaman að skora, alltaf gaman að skora.“ Jafnari deild en áður Bayern haft tök á þýsku deildinni undanfarin tvö tímabil, þær tryggðu titilinn núna þegar að tvær umferðir eru eftir af deildinni en samkeppnin er að verða harðari. „Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið jafnasta tímabilið í deildinni síðan að ég kom til félagsins. Þangað til fyrir nokkrum umferðum eru í rauninni þrjú, næstum því fjögur, lið að berjast um fyrsta sætið. Það hefur aldrei verið svoleiðis síðan að ég kom í þýsku deildina. Þetta hefur í raun alltaf verið Bayern Munchen og Wolfsburg sem hafa verið að keppast um fyrsta sætið. En í ár vorum við með Frankfurt í fyrsta sæti á einum tímapunkti og sömuleiðis Bayer Leverkusen. Þetta hefur verið hörku barátta og miklu fleiri lið sem gerðu atlögu að því að vinna deildina. Nú eru tvær umferðir eftir og það er hörku barátta um Meistaradeildar sæti. Það sýnir að það eru fleiri lið í deildinni sem eru að færast nær og vilja vera í þessari samkeppni við þessa stóru lið.“ Glódís þekkir það að vinna þýsku deildinaGetty/Uwe Anspach Í hefndarhug Þýska meistaratitlinum var að sjálfsögðu fagnað eftir sigurinn á Freiburg á dögunum en þó með það í huga að enn ætti liðið verk fyrir höndum í bikarnum. „Auðvitað fögnum við alltaf þegar að við vinnum. Það var ótrúlega gaman úti á velli með okkar stuðningsmönnum eftir leik og svo vorum við með fögnuð inn í klefa, skemmtum okkur gríðarlega vel en auðvitað erum við alltaf með hugann við þá staðreynd að það er bikarúrslitaleikur á fimmtudaginn. Vonandi höfum við enn þá meira að fagna þá.“ Bikarúrslitaleikurinn í Þýskalandi er risa viðburður. Uppselt er á úrslitaleik Bayern Munchen og Werder Bremen síðar í dag, um 50 þúsund áhorfendur mæta á völlinn. Wolfsburg hefur einokað bikarmeistaratitilinn undanfarinn áratug en nú verður nýtt nafn ritað á bikarinn. Bayern fór í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en Wolfsburg hafði betur. Sveindis Jane varð bikarmeistari í fyrra með Wolfsburg. Wolfsburg hafði einokað bikarmeistaratitilinn frá árinu 2015 en nýtt nafn verður ritað á hann í dag.Vísir/Getty „Það var mjög stórt fyrir okkur að komast í úrslitaleikinn í fyrra en sá leikur spilaðist alls ekki eins og við ætluðum okkur þannig að við komum aftur í ár í hefndarhug og viljum vinna titilinn. Að vinna tvöfalt væri auðvitað risastórt. Það hefur aldrei gerst áður hjá félaginu og mig langar rosalega að vinna tvöfalt. Þetta er klárlega risastórt markmið sem við erum allar með og erum klárar í að gera allt til að ná því.“ Glódís hefur aldrei orðið þýskur bikarmeistari og úrslitaleikurinn í fyrra svíður.. „Maður hafði svo mikla trú á því í fyrra að við myndum halda áfram þessum stöðugleika sem við vorum búnar að ná eftir áramót og því var það smá högg þegar að við mættum í þennan bikarúrslitaleik og náðum ekki að halda því áfram. Við ætluðum að vinna tvöfalt þá líka en það má ekki gleyma því að bikar er alltaf bikar, það er allt öðruvísi keppni. Ég held að við séum aðeins betur undirbúnar í ár, vitum hvað við erum að fara út í og ætlum að vera reynslunni ríkari í ár.“ Óútreiknanlegur bikar Bayern hefur haft tök á Werder Bremen í deildinni. Frá nóvember árið 2017 hafa liðin mæst fjórtán sinnum og Bayern hefur unnið alla þá leiki. Þá hefur Werder Bremen ekki tekist á skora mark á móti Bayern í síðustu ellefu leikjum liðanna í þýsku deildinni. „Þetta er allt annað heldur en deildarleikur, þetta er einn leikur og bæði lið fara inn í hann til að vinna. Ég veit að þær munu mæta gríðarlega tilbúnar í þennan leik. Þær hafa ekkert haft á spilum í deildinni lengi og geri því ráð fyrir því að þær séu búnar að vera undirbúa sig fyrir bikarúrslitin í margar vikur. Þetta er risastórt fyrir þær að vera komnar í þennan leik og þurfum að vera klárar í alvöru baráttu. Þær eru mjög líkamlega sterkt lið, harðar í horn að taka og að ég held með flest spjöld í deildinni á hverju einasta ári. Það er þeirra einkenni. Við þurfum að vera klárar í þá baráttu og ná á sama tíma að spila þann fótbolta sem við viljum spila. Þetta verður hörku úrslitaleikur. Þrátt fyrir að okkur gangi jafnan vel á móti þessu liði þá er bikarinn allt önnur keppni, allt annað dæmi.“ Glódís Perla var valin íþróttamaður ársins 2024Vísir/Hulda Margrét Það yrði extra sérstakt að ná inn fyrstu bikartvennunni hjá kvennaliði Bayern Munchen sem fyrirliði liðsins. „Já ekki spurning. Þetta er risa markmið hjá félaginu en einnig mér persónulega og öllum leikmönnum liðsins. Þetta er eitthvað sem manni dreymir um að gera. Við höfum risa tækifæri á að gera það núna á fimmtudaginn og á sama tíma langar okkur öllum að kveðja þjálfarann okkar með tvennunni. Það væri gríðarlega gaman að enda þessi þrjú ár okkar undir hans stjórn, sem hefur einkennst af stöðugum uppgangi, á tvennunni. Það væri algjör draumur.“ Gerði allt til að vera klár Glódís sem hefur verði að glíma við beinmar í hné, hefur lítið geta spilað undanfarnar vikur. Frá því að hún meiddist hefur hún stefnt á bikarúrslitaleikinn og er klár í að byrja hann. „Mér líður bara mjög vel núna. Við höfum stjórn á þessu eins og er. Það var það sem að við vildum ná. Fyrir nokkrum vikum, þegar að við ákváðum að gefa þessu tíma og leyfa þessu að lagast nógu mikið, var ég strax með hugann á því að ná bikarúrslitaleiknum. Það var leikur sem ég vissi að mig langaði til að spila. Leikur sem ég myndi gera allt sem ég gæti til þess að vera klár í. Eins og staðan er núna hefur það gengið upp. Ég er bara gríðarlega spennt fyrir þeim leik. Ef að það gengur vel höldum við áfram. En þetta er snúin staða. Ég mun örugglega þurfa að passa aðeins betur upp á mig næstu vikur en ég hef áður þurft að gera á mínum ferli. En það er bara nýr lærdómur fyrir mig. Ég ætla ekki að segja að þetta sé búið að vera skemmtilegt, þetta er alls ekki skemmtilegt, en ég hef lært helling. Þetta mun hjálpa mér að vaxa sem manneskja. Maður finnur fyrir öðruvísi gleði þegar að maður kemur aftur inn á völlinn eftir meiðsli. Staðan núna er góð og ég er gríðarlega bjartsýn á framhaldið.“ Bikarúrslitaleikur Bayern Munchen og Werder Bremen verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni og hefst klukkan tvö í dag. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. 1. maí 2025 09:32 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Glódís Perla innsiglaði þýska meistaratitilinn með þriðja marki Bayern í sigri á Freiburg á dögunum, þeim þriðja í röð en ekki gefst tími til að fagna Bayern er sigri í bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag frá því að tryggja sér tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Bikarúrslitaleikur Bayern Munchen og Werder Bremen verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni og hefst klukkan tvö í dag. „Auðvitað er það alltaf frábær tilfinning sem fylgir því að ná markmiðunum sínum. Þessi titill er kannski smá sérstakur því þetta er þriðji meistaratitillinn okkar í röð. Þetta var bara gríðarlega skemmtilegt og gaman að ná að klára deildina svona snemma,“ að hafa skorað markið sem innsiglaði titilinn skipti hana ekki höfuðmáli. „Ég var aðallega bara gríðarlega ánægð með að ná að hafa verið klár í þennan leik. Ég fékk einhverjar mínútur og að geta verið inn á vellinum þegar að flautað var til leiksloka og að við vorum meistarar var það sem að skipti mig mestu máli. En auðvitað var gaman að skora, alltaf gaman að skora.“ Jafnari deild en áður Bayern haft tök á þýsku deildinni undanfarin tvö tímabil, þær tryggðu titilinn núna þegar að tvær umferðir eru eftir af deildinni en samkeppnin er að verða harðari. „Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið jafnasta tímabilið í deildinni síðan að ég kom til félagsins. Þangað til fyrir nokkrum umferðum eru í rauninni þrjú, næstum því fjögur, lið að berjast um fyrsta sætið. Það hefur aldrei verið svoleiðis síðan að ég kom í þýsku deildina. Þetta hefur í raun alltaf verið Bayern Munchen og Wolfsburg sem hafa verið að keppast um fyrsta sætið. En í ár vorum við með Frankfurt í fyrsta sæti á einum tímapunkti og sömuleiðis Bayer Leverkusen. Þetta hefur verið hörku barátta og miklu fleiri lið sem gerðu atlögu að því að vinna deildina. Nú eru tvær umferðir eftir og það er hörku barátta um Meistaradeildar sæti. Það sýnir að það eru fleiri lið í deildinni sem eru að færast nær og vilja vera í þessari samkeppni við þessa stóru lið.“ Glódís þekkir það að vinna þýsku deildinaGetty/Uwe Anspach Í hefndarhug Þýska meistaratitlinum var að sjálfsögðu fagnað eftir sigurinn á Freiburg á dögunum en þó með það í huga að enn ætti liðið verk fyrir höndum í bikarnum. „Auðvitað fögnum við alltaf þegar að við vinnum. Það var ótrúlega gaman úti á velli með okkar stuðningsmönnum eftir leik og svo vorum við með fögnuð inn í klefa, skemmtum okkur gríðarlega vel en auðvitað erum við alltaf með hugann við þá staðreynd að það er bikarúrslitaleikur á fimmtudaginn. Vonandi höfum við enn þá meira að fagna þá.“ Bikarúrslitaleikurinn í Þýskalandi er risa viðburður. Uppselt er á úrslitaleik Bayern Munchen og Werder Bremen síðar í dag, um 50 þúsund áhorfendur mæta á völlinn. Wolfsburg hefur einokað bikarmeistaratitilinn undanfarinn áratug en nú verður nýtt nafn ritað á bikarinn. Bayern fór í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en Wolfsburg hafði betur. Sveindis Jane varð bikarmeistari í fyrra með Wolfsburg. Wolfsburg hafði einokað bikarmeistaratitilinn frá árinu 2015 en nýtt nafn verður ritað á hann í dag.Vísir/Getty „Það var mjög stórt fyrir okkur að komast í úrslitaleikinn í fyrra en sá leikur spilaðist alls ekki eins og við ætluðum okkur þannig að við komum aftur í ár í hefndarhug og viljum vinna titilinn. Að vinna tvöfalt væri auðvitað risastórt. Það hefur aldrei gerst áður hjá félaginu og mig langar rosalega að vinna tvöfalt. Þetta er klárlega risastórt markmið sem við erum allar með og erum klárar í að gera allt til að ná því.“ Glódís hefur aldrei orðið þýskur bikarmeistari og úrslitaleikurinn í fyrra svíður.. „Maður hafði svo mikla trú á því í fyrra að við myndum halda áfram þessum stöðugleika sem við vorum búnar að ná eftir áramót og því var það smá högg þegar að við mættum í þennan bikarúrslitaleik og náðum ekki að halda því áfram. Við ætluðum að vinna tvöfalt þá líka en það má ekki gleyma því að bikar er alltaf bikar, það er allt öðruvísi keppni. Ég held að við séum aðeins betur undirbúnar í ár, vitum hvað við erum að fara út í og ætlum að vera reynslunni ríkari í ár.“ Óútreiknanlegur bikar Bayern hefur haft tök á Werder Bremen í deildinni. Frá nóvember árið 2017 hafa liðin mæst fjórtán sinnum og Bayern hefur unnið alla þá leiki. Þá hefur Werder Bremen ekki tekist á skora mark á móti Bayern í síðustu ellefu leikjum liðanna í þýsku deildinni. „Þetta er allt annað heldur en deildarleikur, þetta er einn leikur og bæði lið fara inn í hann til að vinna. Ég veit að þær munu mæta gríðarlega tilbúnar í þennan leik. Þær hafa ekkert haft á spilum í deildinni lengi og geri því ráð fyrir því að þær séu búnar að vera undirbúa sig fyrir bikarúrslitin í margar vikur. Þetta er risastórt fyrir þær að vera komnar í þennan leik og þurfum að vera klárar í alvöru baráttu. Þær eru mjög líkamlega sterkt lið, harðar í horn að taka og að ég held með flest spjöld í deildinni á hverju einasta ári. Það er þeirra einkenni. Við þurfum að vera klárar í þá baráttu og ná á sama tíma að spila þann fótbolta sem við viljum spila. Þetta verður hörku úrslitaleikur. Þrátt fyrir að okkur gangi jafnan vel á móti þessu liði þá er bikarinn allt önnur keppni, allt annað dæmi.“ Glódís Perla var valin íþróttamaður ársins 2024Vísir/Hulda Margrét Það yrði extra sérstakt að ná inn fyrstu bikartvennunni hjá kvennaliði Bayern Munchen sem fyrirliði liðsins. „Já ekki spurning. Þetta er risa markmið hjá félaginu en einnig mér persónulega og öllum leikmönnum liðsins. Þetta er eitthvað sem manni dreymir um að gera. Við höfum risa tækifæri á að gera það núna á fimmtudaginn og á sama tíma langar okkur öllum að kveðja þjálfarann okkar með tvennunni. Það væri gríðarlega gaman að enda þessi þrjú ár okkar undir hans stjórn, sem hefur einkennst af stöðugum uppgangi, á tvennunni. Það væri algjör draumur.“ Gerði allt til að vera klár Glódís sem hefur verði að glíma við beinmar í hné, hefur lítið geta spilað undanfarnar vikur. Frá því að hún meiddist hefur hún stefnt á bikarúrslitaleikinn og er klár í að byrja hann. „Mér líður bara mjög vel núna. Við höfum stjórn á þessu eins og er. Það var það sem að við vildum ná. Fyrir nokkrum vikum, þegar að við ákváðum að gefa þessu tíma og leyfa þessu að lagast nógu mikið, var ég strax með hugann á því að ná bikarúrslitaleiknum. Það var leikur sem ég vissi að mig langaði til að spila. Leikur sem ég myndi gera allt sem ég gæti til þess að vera klár í. Eins og staðan er núna hefur það gengið upp. Ég er bara gríðarlega spennt fyrir þeim leik. Ef að það gengur vel höldum við áfram. En þetta er snúin staða. Ég mun örugglega þurfa að passa aðeins betur upp á mig næstu vikur en ég hef áður þurft að gera á mínum ferli. En það er bara nýr lærdómur fyrir mig. Ég ætla ekki að segja að þetta sé búið að vera skemmtilegt, þetta er alls ekki skemmtilegt, en ég hef lært helling. Þetta mun hjálpa mér að vaxa sem manneskja. Maður finnur fyrir öðruvísi gleði þegar að maður kemur aftur inn á völlinn eftir meiðsli. Staðan núna er góð og ég er gríðarlega bjartsýn á framhaldið.“ Bikarúrslitaleikur Bayern Munchen og Werder Bremen verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni og hefst klukkan tvö í dag.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. 1. maí 2025 09:32 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. 1. maí 2025 09:32