Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir og Sunna Kristín Símonardóttir skrifa 1. maí 2025 08:30 Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttismál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun