Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 1. maí 2025 08:17 Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun