„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2025 13:00 Lamine Yamal skömmu áður en hann skoraði stórkostlegt mark og minnkaði muninn í 1-2 fyrir Barcelona gegn Inter. getty/Joan Valls Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira
Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30