Birgir Guðjónsson er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 13:41 Birgir Guðjónsson kenndi stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúma fjóra áratugi og er hans minnst með hlýhug. Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira