Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2025 20:03 Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti, sem var ein af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets Árborg Orkumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets
Árborg Orkumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira