Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:03 Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar