Spennan var mikil í Katalóníu í kvöld og snemma ljóst að gestirnir myndu selja sig dýrt. Ef Börsungar héldu að leikurinn yrði þægilegur þar sem þeir unnu fyrri leikinn í Ungverjalandi með þremur mörkum þá kom annað á daginn.
Gestirnir voru einu marki yfir þegar Börsungar skoruðu fimm í röð og voru allt í einu komnir fjórum mörkum yfir, staðan 15-11 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Gestirnir klóruðu í bakkann og staðan 16-14 í hálfleik.
OTP Bank - PICK Szeged are still in the game thanks to this collective masterclass 👏#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/I2wDwQJAGg
— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025
Gestirnir sýndu hvað í sér bjó í síðari hálfleik og þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka leiddu Ungverjarnir með tveimur mörkum. Á endanum unnu þeir leikinn með einu marki, lokatölur í Katalóníu 29-30. Það dugði því miður ekki til en heimildarmaður Vísis á leiknum segir að dómgæslan hafi verið heimamönnum hliðholl.
Despite the loss, Barça are headed to Cologne!
— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025
🇪🇸 Barça 29:30 (56-54 on aggregate) OTP Bank - PICK Szeged 🇭🇺#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/qjolkCT3zI
Janus Daði skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sebastian Frimmel var hins vegar markahæstur í liði Pick Szeged með 10 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.