„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. maí 2025 20:01 Eva Hauksdóttir, verjandi Sigurðar Almars. Vísir/Bjarni Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“